Vaxmeðferðir

Tilgangur vaxmeðferða er sá að hreinsa hár af líkamanum. Konur koma að mestu leiti í vax á fótleggi, nára svæðið og undir hendur en karlmenn láta vaxa bak eða axlarsvæði. Kostir þess að fara reglulega í vax er að hárvöxturinn minnkar með tímanum. Meðferðin er fljótleg og það tekur hárin um 3-6 vikur að koma aftur og hárin verða mýkri og fíngerðari eftir vax annað en eftir rakstur.

Brasilískt vax 

Brazilískt vax er meðferð sem felst í því að skapahár eru fjarlægð af börmum og lengra aftur ef þess er óskað með þar til gerðu vaxi. Meðferðin tekur frá 15-30 mín og  best er að viðhalda meðferð með reglulegum endurkomum, á 4 – 6 vikna fresti (fer eftir hraða hárvaxtar), ráðlagt er að hafa ekki tíman styttri né lengri . Með reglulegri endurkomu ná hárin að jafna vaxtarstigið og þar með eykst endingartími meðferðinnar.