Húðslípun

Húðslípun er ein af vinsælustu snyrtimeðferðunum sem boðið er uppá á snyrtistofum í dag, meðferðin  er sársaukalaus meðferð sem hentar fyrir alla aldurshópa t.d. til að fyrirbyggja fínarlínur og fríska uppá  útlit húðarinnar , einng hentar hún fyrir unglinga sem að fá ör eftir bólur.

Húðslípun vinnur á hornlagi húðarinnar sem er ysta lag hennar og þar á sér stað stöðug endurnýjun. Við húðslípun er hornlag húðarinnar fjarlægt og þar af leiðandi örvast endurnýjun á frumulagi húðarinnar. Við þetta aukast mikilvæg eggjahvítuefni í húðlögunum. Árangurinn er eðlilegri, heilbrigðari og stinnari húð.

Hægt er að öðlast góðan árangur á ýmiskonar húðlýtum á nánast hvaða húðgerð sem er. Með húðslípun má gera ör, bólur, opnar húðholur, sólarskemmdir og húðslist minna áberandi. Húðslípun má gera á fleiri stöðum en andliti t.d. maga, lærum og handleggjum.

Kúrameðferðir eru boðnar með 10% magnafslætti ef greiddir eru fimm eða fleiri tímar fram í tímann.

Húðhreinsun     Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Andlitsmeðferð eða hreinsun fyrir húð sem hefur bólur eða fílapensla.