Handsnyrtingar

Handsnyrting 30 mínútur

Létt snyrting  á naglabönd og neglur. Frábært fyrir alla sem vilja góða handsnyrtingu á stuttum tíma.

Létt handsnyrting hentar vel fyrir ‘’nagara’’ sem vilja hætta og þurfa aðstoð til að öðlast fallegri neglur og naglabönd.

 

Handsnyrting 60 mínútur

Dekur fyrir hendurna. Hendur eru lagðar í bleyti, neglur og naglabönd snyrt. Neglurnar fá á sig fallegan glans. Kornakremi er nuddað á til að mýkja og örva húðina og í lokin eru hendurnar nuddaðar til að losa um og slaka á stífum vöðvum.

 

Lúxus handsnyrting 90 mínútur

Lúxus dekur fyrir hendur. Hendurnar eru lagðar í bleyti. Neglur og naglabönd snyrt. Neglurnar fá á sig fallegan glans. Kornakremi er nuddað á til að mýkja og örva húðina. Gott  nudd á hendur og upp að olnboga til að veita góða slökun. Paraffin maski er  settur á hendur til að bæta lúxusinn, maskinn er heitur og mýkir hann húðina og er hann frábær fyrir þreytta liði.

Hægt era ð fá lökkun með öllum handsnyrtingum.