Förðun

Salon Ritz notast við Golden Rose förðunarlínuna. Förðun notum við flestar daglega til að  fríska uppá húðlit og skerpa augnsvipinn. Á Salon Ritz er hægt að fá faglega ráðgjöf  eða förðun við skemmtileg tækifæri  t.d árshátíðina, brúðkaup eða jafnvel fundinn.

 

Dagförðun

Mild eða náttúrlega förðun sem hentar vel í dagsljósinu. Hentar vel fyrir þær sem eru aldrei eða sjaldan farðaðar og vilja fá smá tilbreytingu. Verið velkomnar í dagförðun hvenær sem er, hvort sem það er fyrir fund í vinnunni eða bara út að borða í hádeginu.

 

Kvöldförðun

Dekkri og dýpri förðun sem undirstrikar fegurð konunnar og  hentar fyrir árshátíðina, þorrablót, brúðkaup eða fyrir hvaða kvöldviðburð sem er.

 

Brúðarförðun

Förðun fyrir brúðurina. Salon Ritz býður upp á tíma fyrir brúðurina þar sem hún kemur og fer yfir óskir sínar við fagaðila. Brúðarförðun er léttari en kvöldförðun og jafnvel dagförðun. Allt fer þetta eftir smekk og hvort brúðurin er vön að farða sig dags daglega.

 

Fermingarförðun

Létt förðun sem ætluð er ferminarstúlkum og er markmið hennar að draga það besta fram í útliti hvers og eins. Förðunin getur hentað vel fyrir þær sem eru með einhverjar bólur til að fela. Fermingarförðun getur komið vel út fyrir myndatökuna.